Dagsform hjálpar þér að ná þínum markmiðum með því að búa til heilbrigðar venjur, sem að lokum verða að lífsstíl. Taktu eitt skref í einu, settu þér lítil markmið og fylgstu með árangrinum. Þetta er ekki megrun, þetta er lífstílsbreyting.
Byrjaðu á því að setja þér lítil markmið fyrir vikuna, t.d. að borða morgunmat, taka vítamín eða fara á æfingu þrisvar í viku. Lítil skref í átt að betri heilsu.
Taktu til í mataræðinu með því að halda matardagbók og fylgstu með æfingunum með því að skrá í æfingadagbók. Matardagbókin okkar telur kaloríur og önnur næringarefni ásamt því að láta þig vita ef þú ert að fara yfir kaloríumarkmið dagsins.
Áður en þú veist af, verður heilbrigður lífstíll hluti af daglegri venju. Þú ert ennþá þú, bara betri.
Það er auðvelt að halda matardagbók með kerfinu okkar. Settu þér markmið miðað við þinn lífsstíl (Almennt, lágkolvetna (LKL) eða fitusnautt) og skráðu inn það sem þú borðar. Við erum með stærsta íslenska matargagnagrunn í heimi.
Æfingadagbók Dagsforms er frábær til að halda utan hvað þú gerðir í ræktinni. Hægt er að skrá í æfingadagbókina bæði á netinu og í símanum, en einnig er hægt að prenta út og taka með sér blað.
Með nýja markmiðakerfi Dagsforms getur þú sett þér vikuleg markmið, svo merkir þú við hvað þú gerðir á hverjum degi, t.d. að vakna snemma, borða morgunmat og að hreyfa þig þrisvar í viku.
Dagsform virkar á netinu og í iPhone símum. Hægt er að sækja appið í App Store.
Meðlimir Dagsforms eru líklegri til að ná markmiðum sínum.
Þú hefur aðgang að frábærri íslenskri matar- og æfingadagbók sem er auðveld í notkun og með stærsta matargagnagrunni í heimi með íslenskum matvælum.
Þú getur sett þér ótakmarkað magn af markmiðum. Ef þig vantar hugmyndir eru við með langan lista af markmiðum, t.d. æfa, fylgja LKL, drekka meira vatn o.fl. Ef markmiðið þitt er ekki í listanum getur þú skrifað þitt eigið markmið. Ertu t.d. að fara í Hot Yoga eða annan tíma í ræktinni? Þá getur þú notað markmiðakerfið til að halda utan um hvenær þú mætir.
Veldu þér matarplan útbúið af lærðum einkaþjálfurum og næringarfræðingum. Við sýnum þér aðeins þau matarplön sem henta þér og þínum markmiðum. Dæmi um matarplön eru Almennt, Paleo, lágkolvetna, grænmetisfæði, ódýrt og auðvelt. Kaloríuteljarinn okkar segir þér svo nákvæmlega hvort þú ert að borða of mikið eða of lítið til að ná markmiðum þínum.
Farðu eftir árangursríku æfingaplani frá okkur. Öll æfingaplönin okkar eru búin til af lærðum einkaþjálfurum og hvort sem þú vilt grennast, léttast, tóna líkamann eða byggja upp vöðva, þá ættir þú að geta fundið þér æfingaplan sem hentar. Einnig getur þú notað æfingadagbókina okkar til að halda utan um þínar eigin æfingar.
Ertu með spurningu um hvernig kerfið virkar? Við reynum að svara öllum spurningum innan 24 tíma.
Áskrift kostar aðeins 1.200 kr. á mánuði. Enginn aukakostnaður, enginn binditími og hægt er að hætta hvenær sem er. Við bjóðum líka upp á 7 daga ókeypis prufutíma.